|
Lant er nú síðan ég skrifaði síðast. Ég hef verið upptekin um helgina við að skrifa leikrit og lesa Rómeó og Júlíu. Samt tókst mér að fara í bíó í gær með Verslógellunum tveimur. Við sáum Matrix Reloaded. Hún var skemmtileg, ég myndi samt ekki nenna að sjá hana aftur í bráð. Það er of mikið af sprengingum og látum fyrir minn smekk. Áður en við fórum í bíó kom ég heim til Verslóvikonunnar. Þau voru að flytja í Árbæinn, skal ég segja ykkur og detti mér nú allar dauðar.... Þetta er höll!!! Það bergmálar!!! 3 svefnherpbergi niðri, stórt baðherbergi, þvottahús og fataherbergi auk stórs hols og gangs sem væri hægt að slá upp veislu í. Uppi er svo risavaxið eldhús og víðáttumikil stofa plús tvennar svalir! Getiði ímyndað ykkur!? En nú þarf ég að fara í sund og svo halda áfram með sálfræðiritgerðina mína.
Elska ykkur öll!!
skrifað af Runa Vala
kl: 12:27
|
|
|